Þorskurinn er sem fyrr verðmætasta fisktegundin, en aflaverðmæti þorsks nam 49,5
milljörðum króna árið 2012 eða um 31,1% af heildaraflaverðmætinu. Aflaverðmæti
þorsks jókst milli ára um 3,1 milljarð króna eða 6,7%. Meðalverð þorsks lækkaði
um 5,1% milli ára sem þýðir raunverðslækkun um 7% miðað við verðvísitölu botnfisks.
Rúmlega 66% þorskaflans var seldur í beinum viðskiptum, þ.e. þegar útgerð
selur milliliðalaust til vinnslustöðvar. Verð í slíkum viðskiptum lækkaði um 6,6%
frá árinu 2012, en raunverðslækkunin nam 6,3%. Í sjófrystingu fór 15,4% þorskaflans
og hækkaði verð þess afla um 2,8% (5,2% raunverðslækkun) milli ára. Verðlækkun
varð milli ára á innlendum markaði um 4,8% (4,6% raunverðslækkun), en
þar voru 16,1% þorskaflans seld.